Bankarnir boða breytingar á vöxtum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 13:03 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi þegar kemur að bankastarfsemi. Vísir Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira