Merkilegur október Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. október 2019 08:15 Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar