Útsmognir þjófar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 21:11 Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15