Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 21:00 Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vísir/Baldur Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“ Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira