Sigmar kaupir hálfan Hlölla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2019 16:15 Sigmar Vilhjálmsson segir ekkert að því að kaupa samlokustað á ketótímum. Hlöllabátar hafi staðið af sér önnur mataræði. Fréttablaðið/Anton Brink Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50