Játuðu að hafa komið til Íslands til að selja fíkniefni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 19:30 Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira