Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 12:24 Zelenskíj svaraði spurningum fréttamanna í mathöll í Kænugarði í dag, þar á meðal um samskipti hans og Trump Bandaríkjaforseta. Vísir/EPA Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki reynt að beita hann kúgunum í umtöluðu símtali þeirra í júlí. Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka pólitískan andstæðing sinn í símtalinu og Bandaríkjaþing hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans vegna þess. „Það var engin kúgun. Það var ekki umræðuefni samtals okkar,“ sagði Zelenskíj við fréttamenn í dag. Tilgangur símtalsins hafi verið að koma á fundi þeirra og að hann hafi beðið Hvíta húsið um að breyta orðræðu sinni í garð Úkraínu, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Þrýstingur Trump á Zelenskíj í símtalinu hefur verið settur í samhengi við að bandaríski forsetinn stöðvaði án skýringa hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt skömmu áður. Úkraína reiðir sig meðal annars á stuðning Bandaríkjanna í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Zelenskíj segir að hann hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þegar þeir Trump ræddu saman 25. júlí. Eftir að varnarmálaráðherra hans tjáði honum það síðar hafi hann tekið málið upp við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittust í Varsjá í september. Bandaríkjaþing hefur krafið Pence um gögn varðandi þann fund í tengslum við rannsókn þeirra á Trump. Ríkisstjórn Trump afgreiddi aðstoðina við Úkraínu ekki fyrr en í september þegar þingmenn voru byrjaðir að grennslast um hvers vegna hún hefði verið stöðvuð.Segir engin skilyrði hafa verið sett fyrir fundi Staðhæfði Zelenskíj enn fremur að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hann fengi fund með Trump, þar á meðal um að úkraínsk yfirvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, sem Trump og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án sannana. Textaskilaboð sem fóru á milli erindreka Bandaríkjastjórnar í sumar og byrjun hausta benda engu að síður til þess að Trump og bandamenn hans hafi reynt að setja einmitt það sem skilyrði fyrir því að Trump fundaði með Zelenskíj. Skilaboðin urðu opinber eftir að Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Úkraínu, afhenti þau þingnefnd á dögunum. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Úkraínu lýsti í þeim áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn setti rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir hernaðaraðstoð og fundi með Trump. Hvíta húsið birti sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj eftir að fréttir bárust af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við úkraínska starfsbróður hans og að Hvíta húsið hefði reynt að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins á óeðlilegan hátt. Sakaði uppljóstrarinn forsetann um að reyna að fá erlenda ríkisstjórn til að skipta sér af bandarískum kosningum. Zelenskíj segist telja að samantekt Hvíta hússins á símtalinu sé í samræmi við eftirrit Úkraínustjórnar. „Ég kannaði það ekki einu sinni en ég held að það passi fullkomlega,“ sagði hann.Trump og Zelenskíj hittust loks á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Úkraínumenn höfðu þá lengi sóst eftir fundi með forsetanum.Vísir/EPASímtalið „sturlað“ Uppljóstrarinn sem kvartaði undan símtali Trump og Zelenskíj byggði kvörtunina á samtölum sem hann hefði átt við embættismenn sem höfðu verið slegnir yfir því sem þar átti sér stað. Síðan þá hefur lögmaður uppljóstrarans sagt að fleiri hafi stigið fram. Embættismaður Hvíta hússins sem uppljóstrarinn segist hafa rætt við á að hafa lýst símtali Trump og Zelenskíj sem „sturluðu“ og að það hafi „algerlega skort innihald sem tengdist þjóðaröryggi“. Uppljóstrarinn segir að embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn“ yfir símtalinu.New York Times segir að í minnisblaði uppljóstrarans komi fram að embættismaður hafi sagt honum að lögfræðingar Hvíta hússins ræddu þegar um hvernig þeir ættu að taka á símtali Trump og Zelenskíj því þeim væri ljóst að forsetinn hefði klárlega framið glæp með því að krefja erlenda ríkisstjórn um að rannsaka bandarískan borgara í því skyni að auka hans eigin líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningum á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki reynt að beita hann kúgunum í umtöluðu símtali þeirra í júlí. Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka pólitískan andstæðing sinn í símtalinu og Bandaríkjaþing hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans vegna þess. „Það var engin kúgun. Það var ekki umræðuefni samtals okkar,“ sagði Zelenskíj við fréttamenn í dag. Tilgangur símtalsins hafi verið að koma á fundi þeirra og að hann hafi beðið Hvíta húsið um að breyta orðræðu sinni í garð Úkraínu, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Þrýstingur Trump á Zelenskíj í símtalinu hefur verið settur í samhengi við að bandaríski forsetinn stöðvaði án skýringa hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt skömmu áður. Úkraína reiðir sig meðal annars á stuðning Bandaríkjanna í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Zelenskíj segir að hann hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þegar þeir Trump ræddu saman 25. júlí. Eftir að varnarmálaráðherra hans tjáði honum það síðar hafi hann tekið málið upp við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittust í Varsjá í september. Bandaríkjaþing hefur krafið Pence um gögn varðandi þann fund í tengslum við rannsókn þeirra á Trump. Ríkisstjórn Trump afgreiddi aðstoðina við Úkraínu ekki fyrr en í september þegar þingmenn voru byrjaðir að grennslast um hvers vegna hún hefði verið stöðvuð.Segir engin skilyrði hafa verið sett fyrir fundi Staðhæfði Zelenskíj enn fremur að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hann fengi fund með Trump, þar á meðal um að úkraínsk yfirvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, sem Trump og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án sannana. Textaskilaboð sem fóru á milli erindreka Bandaríkjastjórnar í sumar og byrjun hausta benda engu að síður til þess að Trump og bandamenn hans hafi reynt að setja einmitt það sem skilyrði fyrir því að Trump fundaði með Zelenskíj. Skilaboðin urðu opinber eftir að Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Úkraínu, afhenti þau þingnefnd á dögunum. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Úkraínu lýsti í þeim áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn setti rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir hernaðaraðstoð og fundi með Trump. Hvíta húsið birti sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj eftir að fréttir bárust af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við úkraínska starfsbróður hans og að Hvíta húsið hefði reynt að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins á óeðlilegan hátt. Sakaði uppljóstrarinn forsetann um að reyna að fá erlenda ríkisstjórn til að skipta sér af bandarískum kosningum. Zelenskíj segist telja að samantekt Hvíta hússins á símtalinu sé í samræmi við eftirrit Úkraínustjórnar. „Ég kannaði það ekki einu sinni en ég held að það passi fullkomlega,“ sagði hann.Trump og Zelenskíj hittust loks á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Úkraínumenn höfðu þá lengi sóst eftir fundi með forsetanum.Vísir/EPASímtalið „sturlað“ Uppljóstrarinn sem kvartaði undan símtali Trump og Zelenskíj byggði kvörtunina á samtölum sem hann hefði átt við embættismenn sem höfðu verið slegnir yfir því sem þar átti sér stað. Síðan þá hefur lögmaður uppljóstrarans sagt að fleiri hafi stigið fram. Embættismaður Hvíta hússins sem uppljóstrarinn segist hafa rætt við á að hafa lýst símtali Trump og Zelenskíj sem „sturluðu“ og að það hafi „algerlega skort innihald sem tengdist þjóðaröryggi“. Uppljóstrarinn segir að embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn“ yfir símtalinu.New York Times segir að í minnisblaði uppljóstrarans komi fram að embættismaður hafi sagt honum að lögfræðingar Hvíta hússins ræddu þegar um hvernig þeir ættu að taka á símtali Trump og Zelenskíj því þeim væri ljóst að forsetinn hefði klárlega framið glæp með því að krefja erlenda ríkisstjórn um að rannsaka bandarískan borgara í því skyni að auka hans eigin líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningum á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30