Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2019 18:30 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K. Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K.
Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36