Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum Jón Þórisson skrifar 29. október 2019 08:52 Þorsteinn segir mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá stuðning og ráðgjöf við ráðstefnuhaldið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira