„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 12:10 Jenný Kristín Valberg er teymisstýra hjá Bjarkarhlíð. Vísir/Egill/Ívar Fannar Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum. Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum.
Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira