Buðu Zlatan óvænt sex mánaða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 19:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með Los Angeles Galaxy. Getty/Shaun Clark Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón. Ítalski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón.
Ítalski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira