Origo hagnaðist um 366 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 18:56 Finnur Oddsson forstjóri Origo segir að horfur fyrirtækisins séu góðar. Mynd/Origo Origo hf. tilkynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í dag og kemur þar fram að sala á vöru og þjónustu hafi nemið 3,46 milljarðar á þessum ársfjórðungi. Er þetta 9,4 prósent tekjuvöxtur frá sama tímabili á síðasta ári. Heildarhagnaður Origo fyrstu níu mánuði ársins er 366 milljónir. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo. Finnur segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins sée viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. „Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga. Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.“ Segir hann að afkoma í þjónusturekstri Origo sé í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. „Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.“ Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Tengdar fréttir Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Origo hf. tilkynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í dag og kemur þar fram að sala á vöru og þjónustu hafi nemið 3,46 milljarðar á þessum ársfjórðungi. Er þetta 9,4 prósent tekjuvöxtur frá sama tímabili á síðasta ári. Heildarhagnaður Origo fyrstu níu mánuði ársins er 366 milljónir. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo. Finnur segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins sée viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. „Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga. Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.“ Segir hann að afkoma í þjónusturekstri Origo sé í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. „Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.“ Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Tengdar fréttir Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46