Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 18:30 Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira