Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Prófessor í guðfræði telur víst að hagræðing muni fara fram innan kirkjunnar og að kirkjur verði seldar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi. Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi.
Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira