Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans Hörður Ægisson skrifar 6. nóvember 2019 07:15 Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um 30 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/Vilhelm Útlit er fyrir að átök verði um stjórnarsæti Símans á sérstökum hluthafafundi félagsins eftir um tvær vikur, sem var boðaður að kröfu Stoða, en að minnsta kosti tveir nýir frambjóðendur munu þá bjóða sig fram í stjórn fjarskiptarisans. Þannig munu Stoðir, sem eru stærsti hluthafi Símans, tefla fram Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins, og þá hyggst Kolbeinn Árnason, lögmaður og stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans (LBI), einnig gefa kost á sér í stjórn Símans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ljóst er að Jón, sem sat í stjórn olíufélagsins N1 á árunum 2014 til 2018, er öruggur með kjör í stjórn Símans en Stoðir eru með nærri 15 prósent af atkvæðabæru hlutafé félagsins. Kolbeinn, sem hefur meðal annars starfað áður sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings, er hins vegar sagður sækja einkum stuðning sinn til minni hluthafa Símans. Þá er einnig á það bent, sem kunni að vinna með Kolbeini í stjórnarkjörinu, að enginn í stjórn Símans sé í dag með bakgrunn í lögfræði. Tilnefningarnefnd Símans, sem var sett á laggirnar í nóvember 2018, hefur hafið störf vegna stjórnarkjörsins sem fer fram á hluthafafundi félagsins 21. nóvember næstkomandi og kallað eftir sjónarmiðum frá hluthöfum. Verulegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Símans á skömmum tíma. Stoðir, sem hófu að fjárfesta í Símanum í apríl þegar félagið eignaðist rúmlega átta prósenta hlut í fyrirtækinu, hafa aukið hratt við eignarhlut sinn og í síðasta mánuði bættu Stoðir við sig rúmlega einu prósentustigi. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestingarsjóðir – Eaton Vance, Wellington, Landsdowne og Miton – selt nánast öll bréf sín í Símanum. Þannig er sjóður í stýringu Eaton sá eini í dag á lista yfir 20 stærstu hluthafa Símans með tæplega tveggja prósenta hlut en í byrjun mars á þessu ári, þegar síðasti hluthafafundur fyrirtækisins fór fram, áttu erlendir sjóðir samanlagt vel yfir 20 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt viðmælendum Markaðarins, sem þekkja til innan hluthafahóps Símans, gætu þessar breytingar á eignarhaldi dregið úr líkum á því að hinir erlendu stjórnarmenn Símans, þau Bertrand Kan, sem er jafnframt formaður stjórnar, og Ksenia Nekrasova, sem kom ný inn í stjórnina í fyrra og starfaði áður sem framkvæmdastjóri á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og tækni hjá UBS, eigi stuðning vísan í stjórnarkjörinu. Bertrand var í hópi fjárfesta, sem var meðal annars skipaður Orra Haukssyni, forstjóra Símans, sem keyptu samanlagt fimm prósenta hlut í fjarskiptafélaginu af Arion banka árið 2015. Í árslok átti Bertrand rúmlega 31 milljón hluta í Símanum sem eru metnir á um 150 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Á meðal þess sem Stoðir hafa horft til þegar kemur að efnahag Símans eru breytingar á fjármagnsskipan félagsins og í þeim efnum hafa um nokkurt skeið verið uppi hugmyndir um fjármögnun á grunni Mílu, dótturfélags Símans, til að greiða niður óhagstæðari skuldir samstæðunnar. Á síðasta uppgjörsfundi kom fram í máli Orra að hann „vildi örugglega gera einhverjar breytingar á fjármögnun [Símans] á næstu mánuðum“. Að sama skapi benti Orri á að félagið vildi áður sjá ýmislegt í umhverfi þess, meðal annars tengt eignarhaldinu, komandi hluthafafundi og eins umræðu um hvernig eigi að samnýta innviði, „spilast út“. Það hefði áhrif á hvernig Síminn vildi koma á sem hagkvæmastri fjármagnsskipan. Þá hafa erlendir framtakssjóðir, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, þar á meðal ástralski sjóðurinn Macquire, sýnt Mílu áhuga á undanförnum mánuðum. Sjóðurinn hefur komið að kaupum á fjarskiptainnviðum í Evrópu á mjög háum hagnaðarmargfeldum – 15 til 20 sinnum EBITDA – en miðað við það væri hægt að áætla að virði Mílu sé um 50 milljarðar, sem er litlu meira en markaðsvirði Símans í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Útlit er fyrir að átök verði um stjórnarsæti Símans á sérstökum hluthafafundi félagsins eftir um tvær vikur, sem var boðaður að kröfu Stoða, en að minnsta kosti tveir nýir frambjóðendur munu þá bjóða sig fram í stjórn fjarskiptarisans. Þannig munu Stoðir, sem eru stærsti hluthafi Símans, tefla fram Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins, og þá hyggst Kolbeinn Árnason, lögmaður og stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans (LBI), einnig gefa kost á sér í stjórn Símans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ljóst er að Jón, sem sat í stjórn olíufélagsins N1 á árunum 2014 til 2018, er öruggur með kjör í stjórn Símans en Stoðir eru með nærri 15 prósent af atkvæðabæru hlutafé félagsins. Kolbeinn, sem hefur meðal annars starfað áður sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings, er hins vegar sagður sækja einkum stuðning sinn til minni hluthafa Símans. Þá er einnig á það bent, sem kunni að vinna með Kolbeini í stjórnarkjörinu, að enginn í stjórn Símans sé í dag með bakgrunn í lögfræði. Tilnefningarnefnd Símans, sem var sett á laggirnar í nóvember 2018, hefur hafið störf vegna stjórnarkjörsins sem fer fram á hluthafafundi félagsins 21. nóvember næstkomandi og kallað eftir sjónarmiðum frá hluthöfum. Verulegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Símans á skömmum tíma. Stoðir, sem hófu að fjárfesta í Símanum í apríl þegar félagið eignaðist rúmlega átta prósenta hlut í fyrirtækinu, hafa aukið hratt við eignarhlut sinn og í síðasta mánuði bættu Stoðir við sig rúmlega einu prósentustigi. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestingarsjóðir – Eaton Vance, Wellington, Landsdowne og Miton – selt nánast öll bréf sín í Símanum. Þannig er sjóður í stýringu Eaton sá eini í dag á lista yfir 20 stærstu hluthafa Símans með tæplega tveggja prósenta hlut en í byrjun mars á þessu ári, þegar síðasti hluthafafundur fyrirtækisins fór fram, áttu erlendir sjóðir samanlagt vel yfir 20 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt viðmælendum Markaðarins, sem þekkja til innan hluthafahóps Símans, gætu þessar breytingar á eignarhaldi dregið úr líkum á því að hinir erlendu stjórnarmenn Símans, þau Bertrand Kan, sem er jafnframt formaður stjórnar, og Ksenia Nekrasova, sem kom ný inn í stjórnina í fyrra og starfaði áður sem framkvæmdastjóri á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og tækni hjá UBS, eigi stuðning vísan í stjórnarkjörinu. Bertrand var í hópi fjárfesta, sem var meðal annars skipaður Orra Haukssyni, forstjóra Símans, sem keyptu samanlagt fimm prósenta hlut í fjarskiptafélaginu af Arion banka árið 2015. Í árslok átti Bertrand rúmlega 31 milljón hluta í Símanum sem eru metnir á um 150 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Á meðal þess sem Stoðir hafa horft til þegar kemur að efnahag Símans eru breytingar á fjármagnsskipan félagsins og í þeim efnum hafa um nokkurt skeið verið uppi hugmyndir um fjármögnun á grunni Mílu, dótturfélags Símans, til að greiða niður óhagstæðari skuldir samstæðunnar. Á síðasta uppgjörsfundi kom fram í máli Orra að hann „vildi örugglega gera einhverjar breytingar á fjármögnun [Símans] á næstu mánuðum“. Að sama skapi benti Orri á að félagið vildi áður sjá ýmislegt í umhverfi þess, meðal annars tengt eignarhaldinu, komandi hluthafafundi og eins umræðu um hvernig eigi að samnýta innviði, „spilast út“. Það hefði áhrif á hvernig Síminn vildi koma á sem hagkvæmastri fjármagnsskipan. Þá hafa erlendir framtakssjóðir, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, þar á meðal ástralski sjóðurinn Macquire, sýnt Mílu áhuga á undanförnum mánuðum. Sjóðurinn hefur komið að kaupum á fjarskiptainnviðum í Evrópu á mjög háum hagnaðarmargfeldum – 15 til 20 sinnum EBITDA – en miðað við það væri hægt að áætla að virði Mílu sé um 50 milljarðar, sem er litlu meira en markaðsvirði Símans í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira