Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 18:04 Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira