Staðfesti dóm vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingar Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 22:05 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00
Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00