Dæmdur í sex ára fangelsi fyrir „heiftúðuga og lífshættulega“ tilraun til manndráps Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 22:00 Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. vísir/vilhelm Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51