Guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:08 Jake Burton Carpenter stofnaði Burton Snowboards árið 1977. Getty/Johannes Kroemer Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi. Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi.
Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira