Óttast flótta verði starfsaðstæður í leik- og grunnskólum ekki jafnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 21:00 Formaður leikskólastjórnenda óttast flótta þegar leikskólakennarar öðlast kennsluréttindi í grunnskólum um áramótin. Jafna þarf starfsaðstæður á milli grunnskóla og leikskóla til að koma í veg fyrir það. Kennarar fá eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum um áramótin. Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir hljóðið þungt í félagsmönnum á svæðum þar sem vantar kennara til starfa. „Það hafa fréttir borist af Austurlandi þar sem leikskólastjórar hafa lýst yfir miklum áhyggjum og það er vert að hlusta á þær,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að það er mikil vöntun á leikskólakennurum. Ef það verður einhver flótti úr leikskólum í Reykjavík, þá verður vandinn mikill.“ Jafna þurfi starfsaðstæður starfsfólks leikskóla og grunnskóla. „Í dag er það þannig að leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla vinnur 40 tíma á viku. Í grunnskólanum er starfstíminn öðruvísi. Þar eru vetrarfrí, páskafrí og jólafrí. Allt þetta heillar menntaða kennara, að komast inn í slíkar aðstæður.“ Launakjörin hafi verið jöfnuð að mestu leyti. Í grunnskólum séu þó fleiri yfirvinnumöguleikar. Sigurður segir leikskólann eiga mörg ár fyrir höndum að lagfæra þann skaða sem hlýst ef ekki verður gripið inn í. „Ég vonast til þess að við náum að leysa þessi mál því kjarasamningar félaga kennarasambandsins eru lausir núna. Við erum að fara að hefja viðræður við sambandið núna og ég vona að við getum rætt þessi mál þar og leyst þau.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Formaður leikskólastjórnenda óttast flótta þegar leikskólakennarar öðlast kennsluréttindi í grunnskólum um áramótin. Jafna þarf starfsaðstæður á milli grunnskóla og leikskóla til að koma í veg fyrir það. Kennarar fá eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum um áramótin. Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir hljóðið þungt í félagsmönnum á svæðum þar sem vantar kennara til starfa. „Það hafa fréttir borist af Austurlandi þar sem leikskólastjórar hafa lýst yfir miklum áhyggjum og það er vert að hlusta á þær,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að það er mikil vöntun á leikskólakennurum. Ef það verður einhver flótti úr leikskólum í Reykjavík, þá verður vandinn mikill.“ Jafna þurfi starfsaðstæður starfsfólks leikskóla og grunnskóla. „Í dag er það þannig að leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla vinnur 40 tíma á viku. Í grunnskólanum er starfstíminn öðruvísi. Þar eru vetrarfrí, páskafrí og jólafrí. Allt þetta heillar menntaða kennara, að komast inn í slíkar aðstæður.“ Launakjörin hafi verið jöfnuð að mestu leyti. Í grunnskólum séu þó fleiri yfirvinnumöguleikar. Sigurður segir leikskólann eiga mörg ár fyrir höndum að lagfæra þann skaða sem hlýst ef ekki verður gripið inn í. „Ég vonast til þess að við náum að leysa þessi mál því kjarasamningar félaga kennarasambandsins eru lausir núna. Við erum að fara að hefja viðræður við sambandið núna og ég vona að við getum rætt þessi mál þar og leyst þau.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira