Erlend stórfyrirtæki eru ráðandi í sölu íslenskrar ferðaþjónustu og njóta sérstakrar skattaívilnana Þórir Garðarson skrifar 21. nóvember 2019 09:15 Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Nefna má Booking.com, Hotels.com, Expedia.com, Tripadvisor.com, Trip.com, Lastminute.com, Travelocity.com, Orbitz.com, Cheapflights.com, Hotwire.com, Priceline.com, Rentalcars.com, Airbnb.com og Kiwi.com. Á undanförnum árum hafa þessar sölusíður á netinu meira og minna náð ferðamanninum til sín, í stað þess að hann eigi í beinum samskiptum við þá sem veita sjálfa ferðaþjónustuna. Ferðamaðurinn finnur flugið, gistinguna, afþreyinguna, aksturinn og annað sem tilheyrir ferðalaginu í gegnum sölusíðurnar. Ástæðan er einföld, sölusíðurnar eru eins og stórverslun með öllu úrvalinu og þar er hægt að bera saman verð og gæði, skoða myndir, lesa umsagnir og svo auðvitað bóka og borga. Sölusíðurnar „eiga“ þar með viðskiptavininn en ferðaþjónustufyrirtækin verða eins og hver önnur „smásala“ sem útvegar þjónustuna. Þau borga sölusíðunum fyrir að fá að vera í hillunum og jafnvel sérstaklega fyrir góða og áberandi staðsetningu. Sú þóknun hefur farið vaxandi með aukinni útbreiðslu og styrkleika sölusíðnanna.Drjúgur hluti fer í söluþóknun Viðskiptavinurinn - ferðamaðurinn - áttar sig ekki á því að drjúgur hluti greiðslunnar sem hann borgar hótelinu, bílaleigunni, flugfélaginu, veitingastaðnum eða afþreyingarfyrirtækinu verður í raun eftir hjá sölusíðunni. Kaupmaðurinn þarf jú að fá sitt. Komið hefur fram að þóknunin geti verið á bilinu 15-30%. Viðskiptavinurinn greiðir að sjálfsögðu þá þóknun, þó hann sé ekki upplýstur um það. Mörgum finnst nóg um þessa þróun, ekki síst vegna þess að hún gerir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu berskjölduð, slítur á beint sölusamband við viðskiptavininn og kostar mikið. Hins vegar mælir enginn á móti því að sölusíðurnar auðvelda ferðamanninum allan undirbúning, sem skýrir vinsældir þeirra. Þá liggur einnig fyrir að stærstu sölusíðurnar verja gríðarlega háum fjárhæðum á hverju ári til að markaðssetja sig á netinu til að ná í viðskipti. Ferðaþjónustufyrirtækin fá athygli fleiri mögulegra viðskiptavina en ella í gegnum sölusíðurnar og geta minnkað markaðs- og sölukostnað að einhverju leyti í staðinn.Risafyrirtæki eiga viðskiptavininn og ráða ferðinni Það er samt nokkuð ógnvekjandi staða sem blasir við íslenskri ferðaþjónustu, líkt og ferðaþjónustu í öðrum löndum. Sölusíðurnar „eiga“ viðskiptavinina og staðreyndin er sú að sá sem „á“ viðskiptavininn ræður ferðinni. En hvernig stendur á því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru upp á náð og miskunn erlendra netsölusíðna komin? Hvers vegna er ekki til íslensk vefsíða sem heldur utan um framboð og sölu á allri íslenskri ferðaþjónustu? Sjálfsagt datt engum í hug að þróunin yrði með þessum hætti og því ekki órað fyrir henni. Stundum hefur verið rætt um að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi taki sig saman um eina sameiginlega sölusíðu á netinu. Þar yrði við ramman reip að draga sennilega töpuð barátta frá fyrsta degi í núverandi skattaumhverfi og bryti í bága við samkeppnislög. Umsvifamesta sölusíðan, Booking.com, sem er með nánast öll íslensku gistifyrirtækin, velti rúmlega 10 billjónum króna (10 þúsund milljörðum) árið 2018. Expedia Group, sem rekur fjölda sölusíðna, velti um 2,5 billjónum króna (2.500 milljörðum). Íslenska ríkið veltir rétt undir einni billjón króna á ári (þúsund milljörðum).Ekki alslæm staða Staðan þó auðvitað ekki sú að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu fái engin bein netviðskipti. Mörg þeirra stunda umsvifamikla markaðssetningu á netinu og fá viðskiptavini þannig milliliðalaust. Sem dæmi má nefna Arctic Adventures, Bláa lónið, Gray Line á Íslandi, Reykjavík Excursions, Icelandair, íslenskar hótelkeðjur og fleiri. Sú íslenska sölusíða sem hefur náð nokkurri fótfestu er Guide to Iceland.Íslenska ferðaþjónustan er kaupmaðurinn á horninu En í heildina er staðan sú að íslenskir ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar hafa þróast í að verða eins og kaupmaðurinn á horninu, meðan sífellt stærri hluti sölunnar færist yfir til erlendra söluaðila sem stilla sjálfir upp vöruúrvalinu í sínum stórverslunum. Sala innanlands hefur minnkað því að erlendi ferðamaðurinn heldur áfram að kaupa í gegnum „sinn söluaðila“ sama í hvaða landi hann er staddur.Mismunun í skattlagningu Ástæðan fyrir þessari þróun er ekki eingöngu sterk staða stóru sölufyrirtækjanna á markaðnum, með trygga viðskiptavini, heldur einnig hitt að samkeppnisstaða þeirra er sterkari vegna mismununar í skattlagningu. Íslensk fyrirtæki þurfa að leggja virðisaukaskatt á sína sölu. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa hins vegar sérstaka „hæfileika“ til að sleppa undan skattskilum, sérstaklega þau sem starfa alfarið á netinu. Samkeppnisstaðan er því skökk frá fyrsta degi. Sala ferðaþjónustu á netinu er í eðli sínu alþjóðleg. Viðskiptin eiga sér stað við erlenda ferðamenn í heimalandi þeirra og flokkast því undir útflutningsviðskipti. Virðisaukaskattur er aldrei lagður á útflutning vöru eða þjónustu. Nema í þessum útflutningsviðskiptum.Virðisaukaskatturinn þarf að fara Nauðsynlegt er að þjónusta ferðaskrifstofa og millisölustarfsemi í ferðaþjónustu verði felld út úr virðisaukaskattskerfinu. Það mun skapa tækifæri fyrir íslenska sölustarfsemi með heimilisfestu á Íslandi og bæta þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum markaði. Við nógu ramman reip er að draga þó svæðisbundinn skattur íþyngi ekki enn meira. Sölustarfsemi á netinu er hátæknileg og krefst mikillar þekkingar. Með því að hlúa að þessari starfsemi er í raun verið að búa til verðmæt hátæknistörf til að vinna á heimsmörkuðum frá Íslandi. Það gengur ekki upp að stjórnvöld tali fjálglega um samkeppnishæfni Íslands á alþjóðvettvangi, en horfi svo í hina áttina og lami þessa samkeppnishæfni með skattlagningu sem á þar ekki heima.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Þórir Garðarsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Nefna má Booking.com, Hotels.com, Expedia.com, Tripadvisor.com, Trip.com, Lastminute.com, Travelocity.com, Orbitz.com, Cheapflights.com, Hotwire.com, Priceline.com, Rentalcars.com, Airbnb.com og Kiwi.com. Á undanförnum árum hafa þessar sölusíður á netinu meira og minna náð ferðamanninum til sín, í stað þess að hann eigi í beinum samskiptum við þá sem veita sjálfa ferðaþjónustuna. Ferðamaðurinn finnur flugið, gistinguna, afþreyinguna, aksturinn og annað sem tilheyrir ferðalaginu í gegnum sölusíðurnar. Ástæðan er einföld, sölusíðurnar eru eins og stórverslun með öllu úrvalinu og þar er hægt að bera saman verð og gæði, skoða myndir, lesa umsagnir og svo auðvitað bóka og borga. Sölusíðurnar „eiga“ þar með viðskiptavininn en ferðaþjónustufyrirtækin verða eins og hver önnur „smásala“ sem útvegar þjónustuna. Þau borga sölusíðunum fyrir að fá að vera í hillunum og jafnvel sérstaklega fyrir góða og áberandi staðsetningu. Sú þóknun hefur farið vaxandi með aukinni útbreiðslu og styrkleika sölusíðnanna.Drjúgur hluti fer í söluþóknun Viðskiptavinurinn - ferðamaðurinn - áttar sig ekki á því að drjúgur hluti greiðslunnar sem hann borgar hótelinu, bílaleigunni, flugfélaginu, veitingastaðnum eða afþreyingarfyrirtækinu verður í raun eftir hjá sölusíðunni. Kaupmaðurinn þarf jú að fá sitt. Komið hefur fram að þóknunin geti verið á bilinu 15-30%. Viðskiptavinurinn greiðir að sjálfsögðu þá þóknun, þó hann sé ekki upplýstur um það. Mörgum finnst nóg um þessa þróun, ekki síst vegna þess að hún gerir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu berskjölduð, slítur á beint sölusamband við viðskiptavininn og kostar mikið. Hins vegar mælir enginn á móti því að sölusíðurnar auðvelda ferðamanninum allan undirbúning, sem skýrir vinsældir þeirra. Þá liggur einnig fyrir að stærstu sölusíðurnar verja gríðarlega háum fjárhæðum á hverju ári til að markaðssetja sig á netinu til að ná í viðskipti. Ferðaþjónustufyrirtækin fá athygli fleiri mögulegra viðskiptavina en ella í gegnum sölusíðurnar og geta minnkað markaðs- og sölukostnað að einhverju leyti í staðinn.Risafyrirtæki eiga viðskiptavininn og ráða ferðinni Það er samt nokkuð ógnvekjandi staða sem blasir við íslenskri ferðaþjónustu, líkt og ferðaþjónustu í öðrum löndum. Sölusíðurnar „eiga“ viðskiptavinina og staðreyndin er sú að sá sem „á“ viðskiptavininn ræður ferðinni. En hvernig stendur á því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru upp á náð og miskunn erlendra netsölusíðna komin? Hvers vegna er ekki til íslensk vefsíða sem heldur utan um framboð og sölu á allri íslenskri ferðaþjónustu? Sjálfsagt datt engum í hug að þróunin yrði með þessum hætti og því ekki órað fyrir henni. Stundum hefur verið rætt um að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi taki sig saman um eina sameiginlega sölusíðu á netinu. Þar yrði við ramman reip að draga sennilega töpuð barátta frá fyrsta degi í núverandi skattaumhverfi og bryti í bága við samkeppnislög. Umsvifamesta sölusíðan, Booking.com, sem er með nánast öll íslensku gistifyrirtækin, velti rúmlega 10 billjónum króna (10 þúsund milljörðum) árið 2018. Expedia Group, sem rekur fjölda sölusíðna, velti um 2,5 billjónum króna (2.500 milljörðum). Íslenska ríkið veltir rétt undir einni billjón króna á ári (þúsund milljörðum).Ekki alslæm staða Staðan þó auðvitað ekki sú að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu fái engin bein netviðskipti. Mörg þeirra stunda umsvifamikla markaðssetningu á netinu og fá viðskiptavini þannig milliliðalaust. Sem dæmi má nefna Arctic Adventures, Bláa lónið, Gray Line á Íslandi, Reykjavík Excursions, Icelandair, íslenskar hótelkeðjur og fleiri. Sú íslenska sölusíða sem hefur náð nokkurri fótfestu er Guide to Iceland.Íslenska ferðaþjónustan er kaupmaðurinn á horninu En í heildina er staðan sú að íslenskir ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar hafa þróast í að verða eins og kaupmaðurinn á horninu, meðan sífellt stærri hluti sölunnar færist yfir til erlendra söluaðila sem stilla sjálfir upp vöruúrvalinu í sínum stórverslunum. Sala innanlands hefur minnkað því að erlendi ferðamaðurinn heldur áfram að kaupa í gegnum „sinn söluaðila“ sama í hvaða landi hann er staddur.Mismunun í skattlagningu Ástæðan fyrir þessari þróun er ekki eingöngu sterk staða stóru sölufyrirtækjanna á markaðnum, með trygga viðskiptavini, heldur einnig hitt að samkeppnisstaða þeirra er sterkari vegna mismununar í skattlagningu. Íslensk fyrirtæki þurfa að leggja virðisaukaskatt á sína sölu. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa hins vegar sérstaka „hæfileika“ til að sleppa undan skattskilum, sérstaklega þau sem starfa alfarið á netinu. Samkeppnisstaðan er því skökk frá fyrsta degi. Sala ferðaþjónustu á netinu er í eðli sínu alþjóðleg. Viðskiptin eiga sér stað við erlenda ferðamenn í heimalandi þeirra og flokkast því undir útflutningsviðskipti. Virðisaukaskattur er aldrei lagður á útflutning vöru eða þjónustu. Nema í þessum útflutningsviðskiptum.Virðisaukaskatturinn þarf að fara Nauðsynlegt er að þjónusta ferðaskrifstofa og millisölustarfsemi í ferðaþjónustu verði felld út úr virðisaukaskattskerfinu. Það mun skapa tækifæri fyrir íslenska sölustarfsemi með heimilisfestu á Íslandi og bæta þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum markaði. Við nógu ramman reip er að draga þó svæðisbundinn skattur íþyngi ekki enn meira. Sölustarfsemi á netinu er hátæknileg og krefst mikillar þekkingar. Með því að hlúa að þessari starfsemi er í raun verið að búa til verðmæt hátæknistörf til að vinna á heimsmörkuðum frá Íslandi. Það gengur ekki upp að stjórnvöld tali fjálglega um samkeppnishæfni Íslands á alþjóðvettvangi, en horfi svo í hina áttina og lami þessa samkeppnishæfni með skattlagningu sem á þar ekki heima.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar