Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:00 Síðustu tíu árin hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Fréttablaðið/ERNIR Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira