Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 13:20 Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi á ferðinni á leiðinni norður í landi í nótt. @hjalparsveitskataikopavogi Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira