Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 06:30 Frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem kafarar sérsveitarinnar gerðu sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa. Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa.
Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20