Lektorinn ekki lengur í einangrun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 12:00 Frá aðgerðum lögreglu við heimili Kristjáns Gunnars á Þorláksmessukvöld. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02
Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30