Líklegt að þjófarnir komi upp um sig þegar þeir byrja að skjóta upp Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2019 13:32 Þjófarnir spenntu upp hurðina, litu ekki við rándýrum búnaði en gripu rakettur og skotkökur. Visir/Vilhelm Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“ Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“
Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55
Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01
Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37