Líklegt að þjófarnir komi upp um sig þegar þeir byrja að skjóta upp Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2019 13:32 Þjófarnir spenntu upp hurðina, litu ekki við rándýrum búnaði en gripu rakettur og skotkökur. Visir/Vilhelm Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“ Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“
Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55
Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01
Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37