Ýmsar skattabreytingar um áramótin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 00:00 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins. Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent