Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 10:18 Fasteignasali hjá Landmark segir að meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur