Ekki í boði að gera ekki neitt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 13:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ Vísir/Egill Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira