Rétti dómaranum tönnina sína og hélt svo áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:30 Brasilíumaðurinn Glover Teixeira fagnar sigrinum á Anthony Smith í nótt. Getty/Douglas P. DeFelice Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann. MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann.
MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira