Jeppa stolið af lækni í smáíbúðahverfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 18:17 Margrét var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. Aðsend Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Sjá meira