Einangrun fanga eykst vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 18:52 Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga. Vísir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Það að fá ekki heimsóknir frá ástvinum geri aðstæðurnar enn erfiðari. „Fangelsin eru miklu lokaðri en þau þyrftu að vera. Þau eru náttúrulega lokaðar stofnanir fyrir en nú eru þau lokuð fyrir heimsóknir til fanganna, og það er kannski það sem fangana munar mest um, sem eykur mest á þeirra einangrun og vanlíðan í þessu ástandi,“ segir Sigurður, en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þrátt fyrir ástandið reyni teymið að sinna föngum eftir bestu getu, en teymið er frekar nýtt af nálinni og fór af stað í byrjun árs. Sigurður segir þörfina hafa verið mikla, bæði í samfélaginu og hjá föngunum sjálfum. Það hafi því ekki liðið langur tími þar til það þurfti að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Við fengum ekki langan undirbúning til þess að mæta faraldrinum áður en hann skall á. Það hefur náttúrulega haft gífurlega mikil áhrif á okkar starfsemi. Við reynum eftir megni að vera í sambandi við fangana. Við gerum það eftir nokkrum leiðum; við gerum það í gegnum heilsugæsluteymin í fangelsunum þar sem eru fyrir hjúkrunarfræðingar og heilsugæslulæknar sem hitta fangana mjög reglulega, við erum í nánum tengslum við þessi teymi.“ Sigurður er einnig í bakvarðarsveit heilsugæslunnar og starfar í fangelsinu á Hólmsheiði sem heilsugæslulæknir. Hann hafi farið þangað á fimmtudag og talað við um tíu fanga símleiðis. „Það er lýsandi fyrir ástandið. Við getum ekki hitt fangana augliti til auglits og það er mjög óþægilegt fyrir þá, og við veitum þeim ekki eins góða þjónustu eins og við myndum vilja. Við heyrum á þá í símanum og það er mjög til bóta, það er eiginlega eina leiðin sem við höfum,“ segir Sigurður en bætir við að það væri þó mun betra að geta hitt fangana augliti til auglits. „Það er verið að koma á fjarfundabúnaði milli heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem rekur þessa þjónustu og fangelsanna, og vonandi mun það ganga eftir á næstu vikum að við getum aukið við allavega fjarfundi.“ Ástandið hefur tafið fíknimeðferð innan fangelsanna „Það er okkar hlutverk að veita almenna geðheilbrigðisþjónustu þannig fangar hafi aðgang að henni eins og aðrir sem eru utan fangelsa. Þeir sem eru að glíma við þunglyndi og eru á þunglyndislyfjum, þeir geti haldið þeim áfram og fái stuðningsviðtöl og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Hann segir eðli málsins samkvæmt sérstaka áhættuhópa vera innan veggja fangelsanna. Fangar eiga margir við fíknivanda að stríða og dæmi séu um fanga með alvarlegar geðraskanir. „Fíknimeðferð er eitt af því sem okkur er ætlað að koma á, og því miður hefur þetta ástand tafið okkur í því en við sjáum fram á það að við getum veitt faglega og markvissa fíknimeðferð inn í fangelsunum áður en langt um líður,“ segir Sigurður og nefnir til að mynda viðhaldsmeðferð. „Það hefur verið ágætt samstarf milli heilsugæslunnar í fangelsunum og SÁÁ sem veitir þessa viðhaldsmeðferð […] Það hefur verið samstarf við Vog um það að fangar fái áfram þessi lyf, hafi þeir verið á þeim áður en þeir komu inn í fangelsið.“ Hagur samfélagsins að fangar fái viðeigandi aðstoð Sigurður segir fangelsin oft endurspegla samfélagið, og þá kannski sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast uppdráttar. Það eigi oft rætur sínar að rekja til æskuáranna og skort á viðeigandi aðstoð. „Það er mikið af föngum sem hafa átt erfitt uppdráttar í uppvexti, hafa orðið fyrir áföllum, einelti, misnotkun, búa við áfallastreituröskun. Í sumum tilvikum hefur fíkniefnaneyslan leitt til geðrofseinkenna, þunglyndis, sjálfsvígshugleiðinga, sjálfskaðahegðunar og þvíumlíkt. Þetta sjáum við allt saman,“ segir Sigurður en bætir þó við að einnig sé mikið af heilbrigðum föngum sem lenda í erfiðum aðstæðum. „Og sumir þurfa að vera mjög lengi í fanglesi, og það er náttúrulega eins og gefur að skilja mjög erfitt og eykur á kvíða og depurð og þunglyndi.“ Hann segir hag samfélagsins alls að mæta þessum hópi, veita honum viðeigandi aðstoð og sjá til þess að þeir geti snúið aftur í samfélagið. Þetta snúist ekki eingöngu um fanga sem einstaklinga. „Það er hagur okkar allra. Það er hagur samfélagsins og ekki síst er það hagur fjölskyldna líka sem standa að föngunum. Við megum ekki gleyma því að á bak við hvern fanga sem situr í fangelsi er fjölskylda sem er úti fyrir, sem þarf líka stuðning og þarf líka liðsinni þegar fanginn kemur út og áður en hann kemur út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fangelsismál Víglínan Geðheilbrigði Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Það að fá ekki heimsóknir frá ástvinum geri aðstæðurnar enn erfiðari. „Fangelsin eru miklu lokaðri en þau þyrftu að vera. Þau eru náttúrulega lokaðar stofnanir fyrir en nú eru þau lokuð fyrir heimsóknir til fanganna, og það er kannski það sem fangana munar mest um, sem eykur mest á þeirra einangrun og vanlíðan í þessu ástandi,“ segir Sigurður, en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þrátt fyrir ástandið reyni teymið að sinna föngum eftir bestu getu, en teymið er frekar nýtt af nálinni og fór af stað í byrjun árs. Sigurður segir þörfina hafa verið mikla, bæði í samfélaginu og hjá föngunum sjálfum. Það hafi því ekki liðið langur tími þar til það þurfti að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Við fengum ekki langan undirbúning til þess að mæta faraldrinum áður en hann skall á. Það hefur náttúrulega haft gífurlega mikil áhrif á okkar starfsemi. Við reynum eftir megni að vera í sambandi við fangana. Við gerum það eftir nokkrum leiðum; við gerum það í gegnum heilsugæsluteymin í fangelsunum þar sem eru fyrir hjúkrunarfræðingar og heilsugæslulæknar sem hitta fangana mjög reglulega, við erum í nánum tengslum við þessi teymi.“ Sigurður er einnig í bakvarðarsveit heilsugæslunnar og starfar í fangelsinu á Hólmsheiði sem heilsugæslulæknir. Hann hafi farið þangað á fimmtudag og talað við um tíu fanga símleiðis. „Það er lýsandi fyrir ástandið. Við getum ekki hitt fangana augliti til auglits og það er mjög óþægilegt fyrir þá, og við veitum þeim ekki eins góða þjónustu eins og við myndum vilja. Við heyrum á þá í símanum og það er mjög til bóta, það er eiginlega eina leiðin sem við höfum,“ segir Sigurður en bætir við að það væri þó mun betra að geta hitt fangana augliti til auglits. „Það er verið að koma á fjarfundabúnaði milli heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem rekur þessa þjónustu og fangelsanna, og vonandi mun það ganga eftir á næstu vikum að við getum aukið við allavega fjarfundi.“ Ástandið hefur tafið fíknimeðferð innan fangelsanna „Það er okkar hlutverk að veita almenna geðheilbrigðisþjónustu þannig fangar hafi aðgang að henni eins og aðrir sem eru utan fangelsa. Þeir sem eru að glíma við þunglyndi og eru á þunglyndislyfjum, þeir geti haldið þeim áfram og fái stuðningsviðtöl og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Hann segir eðli málsins samkvæmt sérstaka áhættuhópa vera innan veggja fangelsanna. Fangar eiga margir við fíknivanda að stríða og dæmi séu um fanga með alvarlegar geðraskanir. „Fíknimeðferð er eitt af því sem okkur er ætlað að koma á, og því miður hefur þetta ástand tafið okkur í því en við sjáum fram á það að við getum veitt faglega og markvissa fíknimeðferð inn í fangelsunum áður en langt um líður,“ segir Sigurður og nefnir til að mynda viðhaldsmeðferð. „Það hefur verið ágætt samstarf milli heilsugæslunnar í fangelsunum og SÁÁ sem veitir þessa viðhaldsmeðferð […] Það hefur verið samstarf við Vog um það að fangar fái áfram þessi lyf, hafi þeir verið á þeim áður en þeir komu inn í fangelsið.“ Hagur samfélagsins að fangar fái viðeigandi aðstoð Sigurður segir fangelsin oft endurspegla samfélagið, og þá kannski sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast uppdráttar. Það eigi oft rætur sínar að rekja til æskuáranna og skort á viðeigandi aðstoð. „Það er mikið af föngum sem hafa átt erfitt uppdráttar í uppvexti, hafa orðið fyrir áföllum, einelti, misnotkun, búa við áfallastreituröskun. Í sumum tilvikum hefur fíkniefnaneyslan leitt til geðrofseinkenna, þunglyndis, sjálfsvígshugleiðinga, sjálfskaðahegðunar og þvíumlíkt. Þetta sjáum við allt saman,“ segir Sigurður en bætir þó við að einnig sé mikið af heilbrigðum föngum sem lenda í erfiðum aðstæðum. „Og sumir þurfa að vera mjög lengi í fanglesi, og það er náttúrulega eins og gefur að skilja mjög erfitt og eykur á kvíða og depurð og þunglyndi.“ Hann segir hag samfélagsins alls að mæta þessum hópi, veita honum viðeigandi aðstoð og sjá til þess að þeir geti snúið aftur í samfélagið. Þetta snúist ekki eingöngu um fanga sem einstaklinga. „Það er hagur okkar allra. Það er hagur samfélagsins og ekki síst er það hagur fjölskyldna líka sem standa að föngunum. Við megum ekki gleyma því að á bak við hvern fanga sem situr í fangelsi er fjölskylda sem er úti fyrir, sem þarf líka stuðning og þarf líka liðsinni þegar fanginn kemur út og áður en hann kemur út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fangelsismál Víglínan Geðheilbrigði Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira