ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2020 19:20 Forysta Alþýðusambandsins krefst þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja hag heimilanna í kórónukrísunni og að henni lokinni. Mörkuð verði framtíðarstefna í atvinnumálum þar sem vinnandi fólk verði ekki látið standa undir samdrætti í efnahagsmálum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrsti varaforseti og Sólveig Anna Jónsdóttir þriðji varaforseti kynntu umfangsmikinn aðgerðarpakka undir heitinu „Rétta leiðin, frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll" í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. „Þar erum við bæði í vörn og sókn. Það er að segja við erum að tryggja okkar innviði til lengri tíma. Tryggja velferð okkar og heilsu akkúrat núna. En síðan erum við líka að leggja til ákveðna uppbyggingu í atvinnusköpun. Hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Af því við vitum að þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu enduróma inn í framtíðina," segir Drífa. Ekki verði ráðist í niðurskurð, uppsagnir og hækkanir og láta þannig heimilin í landinu standa undir kostnaðinum við kreppuna. Aðgerðirnar eru fjölþættar: Grunnatvinnuleysisbætur hækki í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Forysta Alþýðusambandsins telur eðlilegt að setja ýmis skilyrði fyrir því að fyrirtæki njóti aðstoða stjórnvalda vegna kórónuveiru faraldurins og ríkið eignist hlut í þeim fari stuðningurinn yfir 100 milljónir króna.Stöð 2/Sigurjón Er raunhæft að fara fram á þetta á þessum tíma? „Já það er ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt. Þetta eru ríki í kring um okkur einmitt að gera til að reyna að tryggja afkomu fólks. Við vitum að ef við höfum það ekki núna og á næstu mánuðum og árum sem leiðarstef að tryggja afkomu- og húsnæðiöryggi fólks verður þessi kreppa dýpri en hún þarf að vera. Þannig að endurreisnin felst í því að vernda lífsgæði og afkomuöryggi fólks," segir forseti ASÍ. Komið verði í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Leigjendur í miklu tekjufalli fái tímabundið hærri húsaleigubætur og námsmönnum verði tryggðar atvinnuleysisbætur. Þá verði styrkir til nýsköpunar háðir því að til verði nú störf í gegnum sveitarfélögin ekki síður en ríkið og vinnuvikan stytt enn frekar. „Fólki í ákveðnum stéttum er gert að hlaupa hraðar. Sem veldur kulnun og hugsanlegri örorku. Við höfum áhyggjur af því að það gerist núna. Þess vegna viljum við stytta vinnudaginn hjá þeim sem eru í erfiðisvinnu líkamlega og andlega," segir Drífa. ASÍ vill að sett verði ýmis skilyrði við stuðningi við fyrirtæki eins og að þau haldi kjarasamninga og hafi ekki stundað félagsleg undirboð. Eigendur þeirra hafi þegar nýtt eigin bjargir áður en þau fái aðstoð stjórnvalda og styrkir fari til að viðhalda störfum og skapa ný. Þá vill AS'I að nemi stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki meira en hundrað milljónum króna eignist ríkið hlut í fyrirtækinu. Þýðir það ekki að ansi stór hluti atvinnulífsins verður ríkisvæddur? „Við vitum það reyndar ekki. En hins vegar er það alveg sjálfsagt að skilyrði séu reist við því þegar okkar skattpeningar, okkar sameiginlegu sjóðir, eru notaðir til að styðja við fyrirtæki og koma þeim út úr kreppu. Að það verði ekki gert skilyrðislaust og við erum reyndar með ýmis önnur skilyrði sem okkur finnst eðlilegt að reisa við slíkar aðstæður," segir Drífa. Til að mynda leggur ASÍ áherslu á að fyrirtækjum verði gert að eiga fyrir launakostnaði í þrjá mánuði áður en greiddur er út arður til framtíðar. Ýmsar aðrar tillögur ASÍ má sjá hér. Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Forysta Alþýðusambandsins krefst þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja hag heimilanna í kórónukrísunni og að henni lokinni. Mörkuð verði framtíðarstefna í atvinnumálum þar sem vinnandi fólk verði ekki látið standa undir samdrætti í efnahagsmálum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrsti varaforseti og Sólveig Anna Jónsdóttir þriðji varaforseti kynntu umfangsmikinn aðgerðarpakka undir heitinu „Rétta leiðin, frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll" í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. „Þar erum við bæði í vörn og sókn. Það er að segja við erum að tryggja okkar innviði til lengri tíma. Tryggja velferð okkar og heilsu akkúrat núna. En síðan erum við líka að leggja til ákveðna uppbyggingu í atvinnusköpun. Hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Af því við vitum að þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu enduróma inn í framtíðina," segir Drífa. Ekki verði ráðist í niðurskurð, uppsagnir og hækkanir og láta þannig heimilin í landinu standa undir kostnaðinum við kreppuna. Aðgerðirnar eru fjölþættar: Grunnatvinnuleysisbætur hækki í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Forysta Alþýðusambandsins telur eðlilegt að setja ýmis skilyrði fyrir því að fyrirtæki njóti aðstoða stjórnvalda vegna kórónuveiru faraldurins og ríkið eignist hlut í þeim fari stuðningurinn yfir 100 milljónir króna.Stöð 2/Sigurjón Er raunhæft að fara fram á þetta á þessum tíma? „Já það er ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt. Þetta eru ríki í kring um okkur einmitt að gera til að reyna að tryggja afkomu fólks. Við vitum að ef við höfum það ekki núna og á næstu mánuðum og árum sem leiðarstef að tryggja afkomu- og húsnæðiöryggi fólks verður þessi kreppa dýpri en hún þarf að vera. Þannig að endurreisnin felst í því að vernda lífsgæði og afkomuöryggi fólks," segir forseti ASÍ. Komið verði í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Leigjendur í miklu tekjufalli fái tímabundið hærri húsaleigubætur og námsmönnum verði tryggðar atvinnuleysisbætur. Þá verði styrkir til nýsköpunar háðir því að til verði nú störf í gegnum sveitarfélögin ekki síður en ríkið og vinnuvikan stytt enn frekar. „Fólki í ákveðnum stéttum er gert að hlaupa hraðar. Sem veldur kulnun og hugsanlegri örorku. Við höfum áhyggjur af því að það gerist núna. Þess vegna viljum við stytta vinnudaginn hjá þeim sem eru í erfiðisvinnu líkamlega og andlega," segir Drífa. ASÍ vill að sett verði ýmis skilyrði við stuðningi við fyrirtæki eins og að þau haldi kjarasamninga og hafi ekki stundað félagsleg undirboð. Eigendur þeirra hafi þegar nýtt eigin bjargir áður en þau fái aðstoð stjórnvalda og styrkir fari til að viðhalda störfum og skapa ný. Þá vill AS'I að nemi stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki meira en hundrað milljónum króna eignist ríkið hlut í fyrirtækinu. Þýðir það ekki að ansi stór hluti atvinnulífsins verður ríkisvæddur? „Við vitum það reyndar ekki. En hins vegar er það alveg sjálfsagt að skilyrði séu reist við því þegar okkar skattpeningar, okkar sameiginlegu sjóðir, eru notaðir til að styðja við fyrirtæki og koma þeim út úr kreppu. Að það verði ekki gert skilyrðislaust og við erum reyndar með ýmis önnur skilyrði sem okkur finnst eðlilegt að reisa við slíkar aðstæður," segir Drífa. Til að mynda leggur ASÍ áherslu á að fyrirtækjum verði gert að eiga fyrir launakostnaði í þrjá mánuði áður en greiddur er út arður til framtíðar. Ýmsar aðrar tillögur ASÍ má sjá hér.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41