Rándýrt aprílgabb skilar nú bullandi gróða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 10:45 Auglýsing fyrir varning hjá gervifélaginu Beans Lacrosse Club. Mynd/Premier Lacrosse League Bandaríska atvinnumannadeildin í háfleik (lacrosse) er nú ekki beint sú stærsta eða frægasta deildin í fjölbreyttu íþróttalífi Bandaríkjamanna. Rándýrt aprílgabb deildarinnar virðist hins vegar hafa slegið óvænt í gegn og komið þessari nýlegu deild á kortið ekki síst í sölu varnings. 1. apríl síðastliðinn tilkynnti bandaríska atvinnumannadeildin í háfleik að liðið væri búið að taka sjöunda félagið inn í deildina og það hefði fengið nafnið Beans Lacrosse Club. Þetta var bara aprílgabb en sló samt í gegn. $50,000 in merchandise sales in the first 24 hours, almost 10,000 followers on the @PLLBeans Instagram account. All of this for a fake team how the @PremierLacrosse League s April Fools joke went from prank to profit.https://t.co/05GoOej3WX— Front Office Sports (@frntofficesport) April 7, 2020 Beans Lacrosse Club átti nefnilega að vera áttunda félagið í deildinni. Tilkynningin og aprílgabbið var metnaðarfullt í meira lagi. Beans Lacrosse Club félagið fékk merki, slagorð, heimasíðu, varning og formlega fréttatilkynningu. Auðvitað var félagið líka kynnt rækilega á netinu með því að smella því út á öllum helstu samfélagsmiðlum. Það er óhætt að segja að nýja félagið hafi slegið í gegn því varningur merktur Beans Lacrosse Club hreinlega rauk út. Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgaði gríðarlega og allt í einu vildu allir eignast muni merktum Beans Lacrosse Club. Who'd we fool? pic.twitter.com/gTF6eOr6a7— PLLBeans (@PLLBeans) April 2, 2020 Deildin bætti metið yfir mestu sölu á varningi á einum degi um meira en 30 prósent. það var hreinlega allt brjálað að gera á sölusíðu deildarinnar á netinu. Alls seldust vörur merktar Beans liðinu fyrir 50 þúsund Bandaríkjadali á einum sólarhring en það eru meira en sjö milljónir í íslenskum krónum. Varningurinn er enn að seljast sjö dögum síðar en þó ekki af sama krafti og 1. apríl. View this post on Instagram Introducing the 8th PLL team: @pllbeanslc Hearty, Energizing & Undervalued. Ready to take the Crown in 2020. Droppin Bombs. A post shared by Premier Lacrosse League (@pll) on Apr 1, 2020 at 6:59am PDT Íþróttir Aprílgabb Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Bandaríska atvinnumannadeildin í háfleik (lacrosse) er nú ekki beint sú stærsta eða frægasta deildin í fjölbreyttu íþróttalífi Bandaríkjamanna. Rándýrt aprílgabb deildarinnar virðist hins vegar hafa slegið óvænt í gegn og komið þessari nýlegu deild á kortið ekki síst í sölu varnings. 1. apríl síðastliðinn tilkynnti bandaríska atvinnumannadeildin í háfleik að liðið væri búið að taka sjöunda félagið inn í deildina og það hefði fengið nafnið Beans Lacrosse Club. Þetta var bara aprílgabb en sló samt í gegn. $50,000 in merchandise sales in the first 24 hours, almost 10,000 followers on the @PLLBeans Instagram account. All of this for a fake team how the @PremierLacrosse League s April Fools joke went from prank to profit.https://t.co/05GoOej3WX— Front Office Sports (@frntofficesport) April 7, 2020 Beans Lacrosse Club átti nefnilega að vera áttunda félagið í deildinni. Tilkynningin og aprílgabbið var metnaðarfullt í meira lagi. Beans Lacrosse Club félagið fékk merki, slagorð, heimasíðu, varning og formlega fréttatilkynningu. Auðvitað var félagið líka kynnt rækilega á netinu með því að smella því út á öllum helstu samfélagsmiðlum. Það er óhætt að segja að nýja félagið hafi slegið í gegn því varningur merktur Beans Lacrosse Club hreinlega rauk út. Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgaði gríðarlega og allt í einu vildu allir eignast muni merktum Beans Lacrosse Club. Who'd we fool? pic.twitter.com/gTF6eOr6a7— PLLBeans (@PLLBeans) April 2, 2020 Deildin bætti metið yfir mestu sölu á varningi á einum degi um meira en 30 prósent. það var hreinlega allt brjálað að gera á sölusíðu deildarinnar á netinu. Alls seldust vörur merktar Beans liðinu fyrir 50 þúsund Bandaríkjadali á einum sólarhring en það eru meira en sjö milljónir í íslenskum krónum. Varningurinn er enn að seljast sjö dögum síðar en þó ekki af sama krafti og 1. apríl. View this post on Instagram Introducing the 8th PLL team: @pllbeanslc Hearty, Energizing & Undervalued. Ready to take the Crown in 2020. Droppin Bombs. A post shared by Premier Lacrosse League (@pll) on Apr 1, 2020 at 6:59am PDT
Íþróttir Aprílgabb Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira