Ísland með í strandhandbolta á ÓL í París? Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:30 Það má sjá stórglæsileg tilþrif í strandhandbolta og íþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu misseri. TWITTER/@BRABEACHHAND Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara. Haraldur hefur komið að skipulagningu árlegs strandhandboltamóts hér á landi en þar hefur áherslan verið á að liðin skemmti sér í skrautlegum búningum. Í febrúar sendi alþjóða handknattleikssambandið hins vegar inn formlega beiðni um að strandhandbolti verði spilaður á Ólympíuleikunum 2024 og alvaran í íþróttinni gæti því farið að aukast mikið hér á landi: „Þetta er búið að vera spilað af alvöru úti í heimi en við höfum hingað til meira gert þetta til gamans hérna heima. En nú þurfum við að setja kraft í þetta vegna þess að við viljum auðvitað vera með landslið í strandhandbolta á Ólympíuleikunum eins og önnur lönd,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Í strandhandbolta eru fjórir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði; þrír útileikmenn og einn markvörður. Ljóst er að aðstaðan til að spila strandhandbolta er ekki sú besta árið um kring hér á landi en Haraldur hefur ekki miklar áhyggjur af því: „Þetta verða auðvitað bara handboltamenn sem verða teknir í þetta og svo fara fram sérhæfðar strandæfingar úti á strandvelli. Það á eftir að plana það allt nánar.“ Klippa: Sportið í dag - Strandhandbolti á ÓL? Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Sportið í dag Tengdar fréttir Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara. Haraldur hefur komið að skipulagningu árlegs strandhandboltamóts hér á landi en þar hefur áherslan verið á að liðin skemmti sér í skrautlegum búningum. Í febrúar sendi alþjóða handknattleikssambandið hins vegar inn formlega beiðni um að strandhandbolti verði spilaður á Ólympíuleikunum 2024 og alvaran í íþróttinni gæti því farið að aukast mikið hér á landi: „Þetta er búið að vera spilað af alvöru úti í heimi en við höfum hingað til meira gert þetta til gamans hérna heima. En nú þurfum við að setja kraft í þetta vegna þess að við viljum auðvitað vera með landslið í strandhandbolta á Ólympíuleikunum eins og önnur lönd,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Í strandhandbolta eru fjórir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði; þrír útileikmenn og einn markvörður. Ljóst er að aðstaðan til að spila strandhandbolta er ekki sú besta árið um kring hér á landi en Haraldur hefur ekki miklar áhyggjur af því: „Þetta verða auðvitað bara handboltamenn sem verða teknir í þetta og svo fara fram sérhæfðar strandæfingar úti á strandvelli. Það á eftir að plana það allt nánar.“ Klippa: Sportið í dag - Strandhandbolti á ÓL? Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Sportið í dag Tengdar fréttir Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49