Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 06:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent