Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 14:01 Upplitið á verðbréfasölum í kauphöllinni í New York var ekki djarft í morgun. Vísitala féll þar um sjö prósentustig strax við opnun. Viðskipti eru stöðvuð tímabundið þegar lækkun nemur meira en fimm prósentustigum á einum degi. AP/Richard Drew Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun. S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig. Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar. Wuhan-veiran Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun. S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig. Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar.
Wuhan-veiran Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira