Varð ástfanginn af lyftingum: „Maður finnur eitthvað og það heltekur mann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 22:00 Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag. vísir/s2s Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira