Íbúasamtök í vesturborginni telja of langt gengið í þéttingu byggðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 13:29 Framkvæmdir á Hlíðarenda í Reykjavík. Benóný gagnrýnir meðal annars að gengið hafi verið á Öskjuhlíð og Vatnsmýrina við þéttingu byggðar í borginni. Vísir/Vilhelm Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“. Reykjavík Skipulag Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira