Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðapakka þrjú vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020 Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50