Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 27. maí 2020 18:09 Yfirstjórn flugfélagsins Lufthansa segist ekki geta samþykkt skilyrði Evrópusambandsins við björgunarpakka þýskra stjórnvalda. EPA/ARMANDO BABANI Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert.
Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26
Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent