Njótum nú góðs af góðum humlustofni sem fór í vetrardvala eftir blíðuna síðasta sumar Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 08:55 Erling Ólafsson skordýrafræðingur ræddi við Bítismenn í morgun. Náttúrufræðistofnun/Getty „Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum. Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum.
Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10