Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. maí 2020 11:12 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, er meðal þeirra sem taka á sig launaskerðingu vegna tekjufalls fyrirtækisins. stöð 2 „Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“ Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51