Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 09:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58