Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. júní 2020 19:46 Bryndís, Ragnhildur og Atli eru foreldrar barna í hverfinu. Vísir/Baldur Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira