Gjaldfrjáls leikskóli í 6 tíma á dag Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun