Samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. júní 2020 20:00 Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22