Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 22:31 Íris Edda Heimisdóttir starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hún hefur nú verið í einangrun í tvo daga eftir að hún greindist með kórónuveiruna. Vísir/Aðsend/Vilhelm Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15