TikTok notendur og K-pop aðdáendur tryggðu fámenni á umdeildum fundi Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 17:00 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa. AP Photo/Patrick Semansky) Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira